Gefinn er þríhyrningur $A B C$ og punktur $D$ á hliðinni $AB$ þannig að $|A D|=|C D|=|B C|$ og $\angle B A C= 40^\circ$. Hvað er hornið $\angle D C B$ stórt?
Þríhyrningurinn $A D C$ er jafnarma, svo að hornin $\angle D C A$ og $\angle D A C$ eru jafn stór. þá er \[ \angle B D C = \angle D A C + \angle D C A = 2 \angle D A C = 80^\circ \] Þríhyrningurinn $B C D$ er einnig jafnarma svo $\angle D B C = \angle B D C$ og þá \[ \angle B C D = 180^\circ - 2 \angle B D C = 180^\circ - 160^\circ = 20^\circ \]