Á myndinni er $|A B|=|A C|$ og $|C B|=|C P|=|P Q|=|A Q|$. Finnið hornið $B A C$.
Táknum hornið $\angle BAC$ með ${\alpha}$ og hornið $\angle A B C$ með ${\beta}$. Fyrst $|A Q|=|P Q|$, þá er $\angle A P Q={\alpha}$ og þar með $\angle P Q C=2{\alpha}$. Nú er $|P Q|=|P C|$ og því er einnig $\angle P C Q=2\alpha$ svo að $\angle C P Q=180^\circ-4\alpha$. Einnig er $|C B|=|C P|$ svo að $\angle B P C=\beta$ og því er summa hornanna þriggja með toppunkt $P$ jöfn \begin{align*} 180^\circ&=\angle A P Q+\angle Q P C+\angle B P C\\ &=\alpha+(180^\circ-4\alpha)+\beta=180^\circ-3\alpha+\beta. \end{align*} Þá er $\beta=3\alpha$. Þar sem $|A B|=|A C|$, þá er $\angle B C A=\beta$. Summa horna þríhyrningsins $B P C$ er $180^\circ$ svo \begin{align*} 180^\circ&=\angle B P C+\angle P B C+\angle B C P\\ &=\beta+\beta+(\beta-2\alpha)=3\beta-2\alpha=9\alpha-2\alpha=7\alpha \end{align*} og því $\alpha=(180/7)^\circ=\left(25\frac{5}{7}\right)^\circ$.