Hver er summa allra þriggja stafa talna sem innihalda bara tölustafina $1, 3, 5, 7, 9$.
Við ætlum að leggja saman allar tölur af gerðinni $$ x\cdot 100+y\cdot 10+z, $$ þar sem $x,y$ og $z$ eru oddatölur á bilinu $1$ til $9$. Í hverju sæti kemur hver talnanna $1,3,5,7$ og $9$ fyrir $25$ sinnum því þegar við höfum valið eina þeirra í eitt sætið, þá má velja tölur í hin sætin á $5\cdot5=25$ vegu. Því er summan $$ (1+3+5+7+9)\cdot 25\cdot(100+10+1)=25\cdot 25\cdot 111=69.375. $$