Tölurnar frá $1$ upp í $999$, að báðum meðtöldum, eru skrifaðar á blað. Hver er summa allra tölustafanna?
Summa tölustafanna breytist ekki þó við byrjum á $0$ í stað $1$ og bætum $0$-um fyrir framan eins og tveggja stafa tölur þannig að allar tölurnar séu þriggja stafa. Nú er ljóst að við höfum skrifað alla tölustafina $0,1,\ldots, 9$ jafn oft. Þar sem við höfum alls skrifað $3000$ tölustafi þá hefur hver verið skrifaður $300$ sinnum og summa þeirra allra því $$300\cdot(0+1+2+3+4+5+6+7+8+9)=300\cdot 45=13.500.$$