Ellefu jafnmunarunur eru myndaðar með mun 13 og byrjunartölu 1991, 1992,
1993, $\dots$, 2001. Runurnar eru endalausar. Fjöldi runanna sem innihalda
ferningstölu er
Lausn
Látum $x$ vera eina af tölunum $1991, 1992, \ldots, 2001$. Þá má skrifa
$x$ sem $13\cdot 153+\alpha$ þar sem $\alpha$ er ein af tölunum
$2,\ldots, 12$. Við þurfum að ákvarða fyrir hvaða $x$ sé til náttúrleg
tala $k$ þannig að $x+13k=y^2$ þar sem $y$ er náttúrleg tala.
Skrifum $y=13\cdot a+b$ þar sem $b$ er ein af tölunum $0,1,\ldots,12$.
Ef við reiknum samleifa 13 fáum við að $b^2\equiv y^2 \equiv x+13k\equiv
\alpha$. En $b^2$ er einungis samleifa einhverri af tölunum 0, 1, 3, 4, 9,
10 eða 12 eins og fæst með því að prófa allar tölurnar frá 0 upp í 12
svo að $\alpha$ er þá ein af tölunum 3, 4, 9, 10 eða 12.