Ferningurinn $A B C D$ hefur hliðarlengd $8$. Hringur gegnum $B$ og $C$ snertir hliðina $A D$. Hver er geisli hringsins?
Látum $O$ vera miðpunkt hringsins og $M$ tákna miðpunkts striksins $B C$. Þá er $|O M|=8-r$ og regla Pýþagorasar gefur okkur að $$ \begin{aligned} r^2&=|OC|^2=|MC|^2+|OM|^2=4^2+(8-r)^2 \\ &=r^2-16r+80. \end{aligned} $$ En þá er $r=5$.