Finnið allar rauntölulausnir jöfnunnar $$x^2+\frac{1}{x^2}-5\left(x+\frac{1}{x}\right)+8=0.$$
Byrjum á að umrita stæðuna á vinstri hlið jöfnunnar $$ \begin{aligned} x^2+\frac{1}{x^2}-5\left(x+\frac{1}{x}\right)+8 &=(x^2-5x+4)+\left(\frac{1}{x^2}-5\frac{1}{x}+4\right)\\ &=(x-4)(x-1)+\left(\frac{1}{x}-4\right)\left(\frac{1}{x}-1\right)\\ &=(x-4)(x-1)+\frac{1-4x}{x}\cdot\frac{1-x}{x}\\ &=\left((x-4)-\frac{1-4x}{x^2}\right)(x-1)\\ &=\frac{1}{x^2}(x^3-4x^2+4x-1)(x-1)\\ &=\frac{1}{x^2}(x^2-3x+1)(x-1)^2 \end{aligned} $$ Sjáum þá að lausnir jöfnunnar eru $x=1$ og rætur margliðunnar $x^2-3x+1$, en þær eru $\frac{3\pm\sqrt{5}}{2}$.