Myndin sýnir tvo hringa í planinu og þrjá sameiginlega snertla þeirra. Punktarnir $G$ og $H$ eru skurðpunktar, en punktarnir $A$, $B$, $C$, $D$, $E$ og $F$ eru snertipunktar. Sýnið að strikin $GE$ og $FH$ eru jafnlöng.
Lausn
Lykillinn að lausn þessa dæmis er að ef við höfum punkt $P$ fyrir utan hring og drögum snertla við hringinn í gegnum $P$, þá eru strikin frá $P$ til snertipunktanna tveggja jafn löng. Þannig er til dæmis $|AG|=|GE|$. Ennfremur sjáum við að $|AB|=|CD|$. Þetta er bein afleiðing reglunnar hér að ofan ef línurnar $AB$ og $CD$ skerast en er einnig augljóst ef þær skerast ekki, því þá eru $AC$ og $BD$ miðstrengir í hringunum svo að $ABDC$ er rétthyrningur og því $|AB|=|CD|$.
Nú fáum við að
$$
\begin{aligned}
|AB| &= |AG|+|GB|\\
&=|AG|+|GF|\\
&= |AG|+|GE|+|EF|\\
&= 2|GE|+|EF|.
\end{aligned}
$$
Á sama hátt fæst að $|CD|= 2|FH|+|EF|$. Þar sem $|AB|=|CD|$ fáum við þá að $|GE|=|FH|$.