Er hægt að koma ferningi með hliðarlengd 21 inn í tening með brúnalengd 20?
Táknum hornpunkta ferningsins með A, B, C og D. Hugsum okkur að við höfum djúpan kassa með grunnflöt 20×20. Samkvæmt reglu Pýþagorasar er lengd hornalínu grunnfaltar kassans 20√2 sem er stærri tala en 21 og því getum við stungið ferningnum niður í kassann þannig að hliðin AB liggi á botni hans. Við ýtum nú hliðinni AB út í eitt hornið á botninum þannig að hún myndi rétthyrndan jafnarma þríhyrning með einum hornpunkti grunnflatarins sem við köllum R. Látum S vera hinn endapunkt þeirrar hliðar grunnflatarins sem B liggur á. Þá er 212=2⋅|RB|2 samkvæmt reglu Pýþagorasar. Því næst höllum við ferningnum þannig að punktarnir C og D hvíli á hliðum kassans gengt hliðunum sem A og B snerta. Látum P vera fótpunkt ofanvarps punktsins C á grunnflötinn. Nú er BSP rétthyrndur jafnarma þríhyrningur, |BS|=20−|RB| og regla Pýþagorasar gefur þá að |BP|2=2(20−x)2. Enn gefur regla Pýþagorasar, nú beitt á þríhyrninginn BPC, að |CP|2=|BC|2−|BP|2=212−2(20−|RB|)2. Við viljum sýna að |CP|<20 því þá getum við ályktað að ferningurinn komist ofan í teningslaga kassa með brúnalengdir 20. Höfum að: |CP|2202=(2120)2−2(1−|RB|20)2=(2120)2−2(1−1√2⋅2120)2=2√2⋅2120−2=2(√2⋅2120−1)<1