Hornpunktar samsíðungs PQRS í hnitasléttu hafa hnit P=(−3,−1), Q=(0,a), R=(7,11) og S=(b,c). Talan a+b+c er jöfn
Þar sem hliðarnar PQ og SR eru jafn langar og samsíða, þá er mismunurinn á x—hnitum Q og P sá sami og mismunurinn á x—hnitum R og S eða 3=7−b. Eins fæst a+1=11−c þegar við athugum y—hnitin. En þá er b=4 og a+c=10 svo a+b+c=14.