Á myndinni eru $A$, $B$ og $C$ snerti-punktar. Punkturinn $C$ er á
helmingalínu hornsins $\angle A D B$ og línurnar gegnum $C$ og $D$ eru
samsíða. Hver er lengdin $x$?
Þrjú pör halda veislu. Þegar hver veislugestur kemur inn í veislusalinn
heilsar hann (eða hún)
öllum þeim, sem þegar eru komnir, nema maka sínum. Þegar allir eru komnir
spyr einn úr hópnum alla hina hversu mörgum þau heilsuðu við komuna og
fær $5$ mismunandi svör. Hve mörgum heilsaði fyrirspyrjandi þegar hann kom
inn?
Amma Önd var í sumar með ferningslaga kálgarð, sem er stærri en ferningslaga kálgarðurinn sem hún var með í fyrra. Af þessum sökum er uppskeran í ár $211$ kálhausum meiri en hún var þá. Hvað fékk Amma Önd marga kálhausa úr garðinum í haust?