Látum $f: X \to Y$ vera raunfall. Talan $U$ kallast yfirtala fallsins $f$ ef fyrir öll $x \in X$ gildir að $f(x) \leq U$. Ef $f$ hefur a.m.k. eina yfirtölu er sagt að það sé takmarkað að ofan. Myndin að neðan sýnir graf falls $f$ sem hefur yfirtölu $U$ og því er það takmarkað að ofan.