Skip to Content

Aðalfundur 2021

Tími: 
22. nóvember 2021 - 16:30
Staðsetning: 
í stofu V-148 í VR-II við Hjarðarhaga

Ágætu félagar.

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn mánudaginn 22. nóvember kl 16:30 í stofu V-148 í VR-II við Hjarðarhaga . Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.

Árið 2020

Á hverju ári gefur Íslenska stærðfræðafélagið þeim nýstúdentum sem náð hafa framúrskarandi árangri í stærðfræði á stúdentsprófi bók í viðurkenningarskyni.

Jólafyrirlestur

Tími: 
27. desember 2019 - 17:00
Staðsetning: 
VR-II við Hjarðarhaga

Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 17 í VR-II við Hjarðarhaga.

Fundurinn hefst að venju á kaffispjalli og í framhaldinu flytur jólaálfur félagsins jólafyrirlestur.

Verið velkomin!

Gleðileg jól og sjáumst vonandi sem flest,
stjórnin

Árið 2019

Á hverju ári gefur Íslenska stærðfræðafélagið þeim nýstúdentum sem náð hafa framúrskarandi árangri í stærðfræði á stúdentsprófi bók í viðurkenningarskyni. Vorið 2019 var það bókin „Síðasta setning Fermats“ eftir Simon Singh og verðlaunin hlutu:

  • Andri Þór Stefánsson, Menntaskólanum á Akureyri
  • Birgitta Þóra Birgisdóttir, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
  • Eldar Máni Gíslason, Menntaskólanum í Reykjavík
  • Elsa Rún Ólafsdóttir, Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum
  • Eyja Camille P.

Stærðfræði á Íslandi 2019

Tími: 
12. október 2019 - 9:00
Staðsetning: 
Bifröst í Borgarfirði

Helgina 12.-13. október verður ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi haldin á vegum félagsins á Hótel Bifröst (http://www.hotelbifrost.is/)

Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur en meðal fyrirlesara verða Anna Helga Jónsdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Bjarni Jens Kristinsson, Christian Bean, Eggert Karl Hafsteinsson, Einar Guðfinnsson, Émile Nadeau, Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Jón Freyr Jóhannsson og Kristín Bjarnadóttir og fleiri munu bætast við.

Aðalfundur 2019

Tími: 
25. september 2019 - 17:00
Staðsetning: 
stofa V-155 í VR-II við Hjarðarhaga

Ágætu félagar.

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 25. september kl 17:00 í stofu V-155 í VR-II við Hjarðarhaga. Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.

Ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi 2019

Tími: 
12. október 2019 - 9:00
Staðsetning: 
Bifröst í Borgarfirði

Helgina 12.-13. október verður ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi haldin á vegum félagsins á Hótel Bifröst (http://www.hotelbifrost.is/)

Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur en meðal fyrirlesara verða Anna Helga Jónsdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Bjarni Jens Kristinsson, Christian Bean, Eggert Karl Hafsteinsson, Einar Guðfinnsson, Émile Nadeau, Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Jón Freyr Jóhannsson og Kristín Bjarnadóttir og fleiri munu bætast við.

Emmy Noether, Symmetry and Women in Mathematics

Tími: 
18. júní 2019 - 16:45
Staðsetning: 
í Öskju, stofu 132

Verið velkomin á fund í stærðfræðafélaginu!

Athugið breytta staðsetningu fyrir þennan tiltekna fund: Í Öskju, stofu 132.

Að venju hefst fundurinn með kaffi og vínarbrauði kl. 16:45 en síðan heldur
Cheryl E. Praeger, prófessor emeritus Háskóla Vestur-Ástralíu, Perth erindi þar sem hún ræðir um hluta af mikilvægu framlagi Emmy Noether til algebru og einnig impra á því hlutverki sem hún gegnir sem fyrirmynd kvenna í stærðfræði á heimsvísu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Óravíddir: ferðalag um undraheima stærðfræðinnar

Tími: 
16. maí 2019 - 16:45
Staðsetning: 
í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu þann 16. maí í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Jóhanna Ásgeirsdóttir erindi sem hún nefnir Óravíddir: ferðalag um undraheima stærðfræðinnar

Þar kynnir Jóhanna meistaraprófsverkefni sitt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands sem hún vann undir handleiðslu Önnu Hrundar Másdóttur stærðfræðings og myndlistarkonu. Hluti af verkefninu er námsvefur sem útbúinn var í samvinnu við Torfa Ásgeirsson forritara.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Margliður, Stein víðáttur og fjölundirþýð föll

Tími: 
7. febrúar 2019 - 16:45
Staðsetning: 
stofu V-158 í VRII við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu þann 7. febrúar í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Auðunn Skúta Snæbjarnarson fyrirlestur sem hann nefnir Margliður, Stein víðáttur og fjölundirþýð föll.

Syndicate content