Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 15. nóvember í stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fyrirlestur sem hún gefur yfirskriftina: Ný hugsun í skólastærðfræði á eftirstríðsárunum, tillögur Royaumont-ráðstefnunnar um reikningskennslu – Áhrif á Norðurlöndum