Skip to Content

Árið 2012

Á hverju ári gefur Íslenska stærðfræðafélagið þeim nýstúdentum sem náð hafa framúrskarandi árangri í stærðfræði á stúdentsprófi bók í viðurkenningarskyni.

Árið 2011

Á hverju ári gefur Íslenska stærðfræðafélagið þeim nýstúdentum sem náð hafa framúrskarandi árangri í stærðfræði á stúdentsprófi bók í viðurkenningarskyni.

Aðalfundur 2012

Tími: 
23. janúar 2012 - 17:00
Staðsetning: 
Stofa 11, Menntaskólanum við Hamrahlíð

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  2. Skýrsla stjórnar flutt.

  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.

  4. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

  5. Kosning stjórnarmanna.

  6. Kosning skoðunarmanns reikninga.

  7. Ákvörðun árgjalds.

  8. Önnur mál.

Erindi til mennta- og menningarmálaráðherra

Stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins hefur sent Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eftirfarandi erindi.

Efni: Áskorun til menntamálayfirvalda um þátttöku í TIMSS könnuninni 2015.

Í desember 2010 átti stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins fund með ráðherra og starfsmönnum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Á þeim fundi hvatti stjórn félagsins til þess að Íslendingar taki þátt í áttundu alþjóðlegu stærðfræði- og náttúruvísindakönnuninni (TIMSS) árið 2015.

Erindi til Menntavísindasviðs HÍ

Í kjölfar umræðu í þjóðfélaginu um stöðu íslensku í kennaranámi við Háskóla Íslands hefur stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins komið eftirfarandi á framfæri við stjórn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Efni: Staða faggreina í almennu kennaranámi við Háskóla Íslands.

Stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins tekur undir gagnrýni íslenskukennara við Menntavísinda- og Hugvísindasvið Háskóla Íslands og lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu faggreina í almennri kennaramenntun við Háskóla Íslands.

Á síðustu áratugum hefur fjöldi rannsókna kannað áhrif hæfni kennara á námsárangur barna.

Stærðfræði á Íslandi 2011

Tími: 
12. nóvember 2011 - 9:00
Staðsetning: 
Reykholti í Borgarfirði

Ráðstefna Íslenska stærðfræðafélagsins Stærðfræði á Íslandi 2011 verður í Reykholti í Borgarfirði helgina 12.-13. nóvember 2011.

Dagskrá ráðstefnunnar.

Doktorsvörn í eðlisfræði: Þyngdarfræðileg heilmyndun í þéttefnisfræði

Tími: 
2. september 2011 - 14:00
Staðsetning: 
Í stofu 132 í Öskju

Föstudaginn 2. september fer fram doktorsvörn við Raunvísindadeild Háskóla
Íslands. Þá ver Tobias Zingg doktorsritgerð sína: Holographic Models for
Condensed Matter (á íslensku: Þyngdarfræðileg heilmyndun í
þéttefnisfræði).

Andmælendur eru Amanda Peet, dósent við Toronto háskóla í Kanada, og
Koenraad Schalm, dósent við Leiden háskóla í Hollandi.

Leiðbeinandi Tobiasar er Lárus Thorlacius, prófessor í eðlisfræði, og með
honum í doktorsnefnd eru Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði, og
Þórður Jónsson, prófessor í eðlisfræði.

Fundur í samstarfi við ICE-TCS

Tími: 
2. september 2011 - 14:00
Staðsetning: 
Háskólinn í Reykjavík, stofa V109

Ron Aharoni flytur fyrirlestur á sameiginlegum fundi Íslenska stærðfræðafélagsins og ICE-TCS stofnunarinnar í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Titill: Matchings in hypergraphs - many problems and some results

Útdráttur: A graph is a collection of pairs; a hypergraph is a collection of finite sets of arbitrary size, called the "edges" of the hypergraph. A matching is a collection of disjoint edges.

Fundur með erindi

Tími: 
26. maí 2011 - 16:30
Staðsetning: 
Háskólinn í Reykjavík, stofa V.1.01

Georges Gonthier of Microsoft Research will give a talk at Reykjavik University, room V.1.01, on Thursday May 26. The meeting will start with refreshments at 4:30 pm and the talk will start at 5 pm. The title is: Verifying the Four Colour Theorem.

This is a joint event with ICE-TCS, the Icelandic Centre for Excellence in Computer Science at Reykjavik University.

John Milnor hlýtur Abelsverðlaunin 2011

Þann 23. mars tilkynnti norska vísindaakademían að John Milnor hlyti Abelsverðlaunin 2011. Frekari upplýsingar má nálgast á vef verðlaunanna.

Syndicate content