Fyrir fundinn mun Magnús Már Halldórsson leiða áhugasama um ný húsakynni Háskólans í Reykjavík. Mun sú leiðsögn hefjast kl. 16:30 og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar að hefðbundnum hætti.
Klukkan 17:15 flytur svo Úlfar Stefánsson erindi sem hann nefnir: Almennt um þverstæðar margliður og sérstaklega um Müntz margliður.