Skip to Content

Fréttabréf Íslenska stærðfræðafélagsins - maí 2003

Þetta var þrettánda fréttabréfið sem var gefið út á vegum félagsins.

Sækja fréttabréfið á pdf formi.

Ritstjóri:

  • Rögnvaldur G. Möller

Efnisyfirlit:

  • Kristján Jónasson og Rögnvaldur G. Möller: Frá formanni og ritstjóra
  • Stærðfræði á Íslandi 2003
  • Kristján Jónasson: Skýrsla stjórnar 2002-3
  • Kristján Jónasson: Skýrsla stjórnar 2001
  • Robert Magnus: Þrautahorn
  • Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2000-2001

Árið 2010

Á hverju ári gefur Íslenska stærðfræðafélagið þeim nýstúdentum sem náð hafa framúrskarandi árangri í stærðfræði á stúdentsprófi bók í viðurkenningarskyni. Vorið 2010 var það bókin „Og ég skal hreyfa jörðina“ eftir Jón Þorvarðarson, en hana hlutu:

  • Aron Öfjörð Jóhannesson, Fjölbrautaskóla Vesturlands
  • Árni Johnsen, Menntaskólanum við Hamrahlíð
  • Ásbjörg Einarsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík
  • Ásta Steinunn Eiríksdóttir, Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu
  • Atli Þrastarson, Flensborgarskóla

Árið 2009

Á hverju ári gefur Íslenska stærðfræðafélagið þeim nýstúdentum sem náð hafa framúrskarandi árangri í stærðfræði á stúdentsprófi bók í viðurkenningarskyni. Í ár var það bókin „Og ég skal hreyfa jörðina“ eftir Jón Þorvarðarson, en hana hlutu:

  • Andrea Guðmundsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð
  • Anna Stefánsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík
  • Arna Pálsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík
  • Arnar Freyr Þrastarson, Menntaskólanum í Kópavogi
  • Auður Kjartansdóttir, Fjölbrautaskóla Snæfellinga
  • Brynjar Sigurðsson, Menntaskólanum í Reykjavík
  • Elín Ásta Ólafsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð
  • Erla Eiríksdóttir, Flensborgarskólanum
  • Fríða Rakel Linnet, Flensborgarskólanum
  • Hannes Pétur Eggertsson, Verzlunarskóla Íslands
  • Haukur Hannesson, Menntaskólanum við Sund
  • Hildur Inga Einarsdóttir, Menntaskólanum í Kópavogi
  • Ilya Tverskoy, Menntaskólanum við Hamrahlíð

jsxgraph prufa

Blah

var b = JXG.JSXGraph.loadBoardFromFile('box0', '/sites/default/files/prufa.ggb', 'Geogebra');

meira komið

Nordic GeoGebra 2010

Dagana 12. – 14. ágúst 2010 fer fram ráðstefnan Nordic GeoGebra 2010 á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, http://vefsetur.hi.is/ngg2010 .

Ráðstefnan er skipulögð af aðilum frá öllum norðurlöndunum ásamt Eistlandi og Litháen. Þetta er fyrsta ráðstefnan af þremur sem haldin verður á vegum Nordic GeoGebra Network (NGGN) sem er nýstofnað netverk styrkt af Nordplus Horizontal áætluninni.

Fundur með erindi

Tími: 
7. apríl 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Michael S. Keane prófessor við Wesleyan Háskóla í Bandaríkjunum erindi sem hann nefnir: The essence of the law of large numbers.

Fundur með erindi

Tími: 
25. mars 2010 - 16:30
Staðsetning: 
Stofa M1.08 í nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík

Fyrir fundinn mun Magnús Már Halldórsson leiða áhugasama um ný húsakynni Háskólans í Reykjavík. Mun sú leiðsögn hefjast kl. 16:30 og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar að hefðbundnum hætti.

Klukkan 17:15 flytur svo Úlfar Stefánsson erindi sem hann nefnir: Almennt um þverstæðar margliður og sérstaklega um Müntz margliður.

Aðalfundur 2010

Tími: 
6. janúar 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Jólafundur 2009

Tími: 
28. desember 2009 - 16:00
Staðsetning: 
Skólabæ, Suðurgötu 26

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Benedikt Jóhannesson segja frá Eystrasaltskeppninni. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

Styrkir fyrir nýdoktora

Mittag-Leffler stofnunin auglýsir styrki fyrir nýdoktora í tengslum við áherslusvið stofnunarinnar 2010-2011. Haustið 2010 er það „Quantum information theory“ og vorið 2011 er það „Algebraic geometry with a view towards applications“.

Sömu leiðis auglýsir IHES styrki fyrir nýdoktora.

Syndicate content