Skip to Content

Dæmi 4. Úrslitakeppni 1992-93

Tiltekið leyndarmál felst í $n$ ólíkum staðreyndum. Í hópi $n$ manna veit hver sinn hluta af leyndarmálinu. Mennirnir skrifast á og í hverju bréfi upplýsir sendandi allt sem hann veit þá um leyndarmálið. Hver er minnsti fjöldi bréfa sem senda þarf þar til allir í hópnum þekkja alla hluta leyndarmálsins?

Dæmi 8 Efra stig 1997-1998

Í nefnd eru fjórir menn: Einar, Friðrik, Lárus og Rögnvaldur. Um hvern þeirra er vitað að annaðhvort segir hann alltaf satt, eða lýgur alltaf. Fundargerð síðasta nefndarfundar lítur svona út:

  • Fundur settur.
  • Einar segir við Friðrik: „Þú ert lygari.“
  • Rögnvaldur segir við Einar: „Þú ert sjálfur lygari.“
  • Lárus segir við Rögnvald: „Þeir eru báðir lygarar.“
  • Skömmu síðar heldur Lárus áfram og segir við Rögnvald: „Þú ert líka lygari.“
  • Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.

Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt (miðað við að fundargerðin sé rétt)?

Dæmi 3 Efra stig 1997-1998

Þú ert með lykla að þrennum dyrum, $A,B$ og $C$, í höndunum, en veist ekki hvaða lykill gengur að hvaða dyrum. Þú vilt prófa lyklana til að geta merkt þá rétt. Hver er minnsti fjöldi tilrauna sem þú getur fyrirfram sagt með vissu að dugi til að komast að því hvernig á að merkja lyklana, óháð því hvernig einstaka tilraunir fara?

Syndicate content