Ágætu félagasmenn og annað áhugafólk um stærðfræði.
Fimmtudaginn 19. nóvember verður félagsfundur í Íslenska stærðfræðafélaginu. Fundurinn fer fram í stofu 258 í VR-II (annari hæð) og hefst að venju með kaffidrykkju klukkan 16:45. Klukkan 17:15 heldur svo Hermann Þórisson prófessor við Háskóla Íslands fyrirlestur.
Efni fyrirlestrarins lýsir Hermann svo:
Þegar Darwin var að kanna uppruna tegunda var frændi hans Galton upptekinn af útdauða tegunda. Galton fékk til liðs við sig vin sinn séra Watson sem reiknaði líkurnar á útdauða í einföldu líkani fyrir einkynja einsleita óháða óhefta fjölgun. Þetta er eitt fyrsta líkindalíkanið og hefur reynst lífseigt. Í erindinu verður líkanið kynnt lauslega og það notað til að varpa ljóstíru á samband stærðfræði og hagnýtinga.
Sjáumst vonandi sem flest!