Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn mánudaginn 28. desember í stofu 131 Öskju. Fundurinn hefst kl 16:00 með spjalli, kaffi og kökum, en síðan heldur Gunnar Stefánsson prófessor í tölfræði erindi sem hann nefnir
,,Spjaldtölvur og rafmynt við nám í stærðfræði á Íslandi og í Kenýa."
Efni erindisins lýsir Gunnar með eftirfarandi hætti:
Vefkerfið tutor-web hefur um nokkurt skeið nýst sem hjálpartæki við nám í stærðfræði og tölfræði á ýmsum námsstigum. Í erindinu verður fjallað um notkun kerfisins, m.a. í Kenýa við erfiðar aðstæður án nettengingar og með stopult rafmagn. Einnig verður fjallað um nýjungar, s.s. umbun í formi rafmyntar og möguleika á að nota rafmyntina utan kerfisins. Ýmsar rannsóknaniðurstöður verða nefndar í framhjáhlaupi auk notkunar kerfisins í stað inntökuprófs.