Ágætu félagasmenn og annað áhugafólk um stærðfræði.
Fundur verður haldinn í félaginu fimmtudaginn 28. janúar í VR-157 (við Hjarðarhaga). Að venju hefst hann með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:15 heldur Hersir Sigurgeirsson fyrirlestur sem hann gefur yfirskriftina
Vaxtaáhætta íslenskra verðtryggðra skuldabréfa
Efni fyrirlestrarins lýsir Hersir svo:
Einn mest notaði mælikvarði á vaxtaáhættu skuldabréfa með föstum vöxtum er svokallaður meðaltími (e. duration) sem settur var fram af Macaulay árið 1938. Þegar meðaltími er notaður til að mæla og stýra vaxtaáhættu er forsendan sú að vextir til allra tímalengda breytist nokkurn veginn jafn mikið, þ.e. að vaxtarófið hliðrist, við breytingu á vöxtum. Rannsóknir sýna hins vegar að vaxtaróf hliðrast nánast aldrei jafnt við vaxtabreytingar svo ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að slaka á þeirri forsendu. Höfundur hefur sem dæmi sýnt að íslenska verðtryggða vaxtarófið hliðrast almennt ekki jafnt við vaxtabreytingar svo hin klassíska nálgun með meðaltíma er ekki endilega besta nálgunin við mat og stýringu vaxtaáhættu. Í erindinu er annars vegar farið yfir frumniðurstöður rannsóknar á hvaða áhrif þetta hefur á mat og stýringu vaxtaáhættu á íslenska markaðnum og hins vegar fyrirhugaðar frekari rannsóknir á efninu.
Sjáumst vonandi sem flest!