Skip to Content

Fundur með erindi

Tími: 
Fimmtudaginn, 12. mars 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 155 í VR-II

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:00, flytur Pawel Bartoszek erindi sem hann nefnir: Kosningakerfið með augum stærðfræðings.

Ágrip: Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um breytingar á kosningalögum og þá sérstaklega hugmyndir í átt til þess að auka persónukjör. Farið verður í ólíkar aðferðir sem mögulegar eru í þessum efnum. Að auki verður velt upp nokkrum öðrum útfærslum að kosningakerfum við kosningar til Alþingis, s.s. einmenningskjördæmum og þýska kerfinu og rætt um kosti þeirra og galla.