Tími:
Mánudaginn, 29. desember 2008 - 17:00
Staðsetning:
Skólabæ, Suðurgötu 26 Reykjavík Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Kristín Bjarnadóttir tala. Markmið fundarins er að sýna sig og sjá aðra. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.