Fimmtudaginn 29. desember var jólafyrirlestur Íslenska stærðfræðafélagsins. Fyrirlesturinn hófst kl. 17 og fór fram í stofu 157 í VRII. Á undan var boðið upp á konfekt og spjall. Fyrirlesari var Hjalti Þór Ísleifsson og titill erindis hans var: Ummálsjafnaðarójöfnur í rúmum með hvergi jákvæðan krappa. Ágrip má finna hér fyrir neðan.
Ágrip: Sagt verður frá ummálsjafnaðarójöfnum sem gilda í evklíðskum og breiðgerum rúmum og svo hvernig þær heimfærast á rúm sem uppfylla efri krappaskilyrði. Fjallað verður um ýmsar nýlegar niðurstöður og tilgátur um þessi efni. Loks verður stuttlega gerð grein fyrir hagnýtingum, ef tími gefst. Fyrirlesturinn verður auðskiljanlegur – öll þau hugtök í þessu ágripi kunna að vera framandi verða skilgreind í fyrirlestrinum.