Gefinn er þríhyrningur $A B C$ og punktur $D$ á hliðinni $AB$ þannig að $|A D|=|C D|=|B C|$ og $\angle B A C= 40^\circ$. Hvað er hornið $\angle D C B$ stórt?
Á þokudegi á hafi er skyggni $5$ mílur. Tvö skip $A$ og $B$ eru á
siglingu í gagnstæðar áttir eftir samsíða línum sem eru $3$ mílur hvor frá
annarri. Hraði skips $A$ er $8$ mílur á klukkustund. Skipin sjást hvort
frá öðru í samfleytt $24$ mínútur. Hversu hratt siglir skip $B$ í mílum á
klukkustund?
Í þríhyrningnum $ABC$ á myndinni eru $AE$ og $BD$
miðlínur, $F$ er skurðpunktur þeirra, $\angle BAC=\angle AFB =
90^\circ$
og lengd $AB$ er 12. Hver er
lengd $BC$?
Látum $ABCDEF$ og $FGHIJK$ vera misstóra reglulega sexhyrninga með
nákvæmlega einn sameiginlegan punkt $F$ þannig að punktarnir $C$, $F$
og $I$ liggja á beinni línu (sjá mynd). Látum hringinn gegnum punktana
$A$, $F$ og $K$ skera línuna $CI$ í punkti $L$ þannig að $L \ne F$.
Sýnið að:
Á stofugólfinu er ljótur hringlaga blettur sem hefur flatarmálið $1$. Sýnið að hægt er að hylja blettinn með þremur ferningslaga mottum sem hver hefur flatarmálið $1$ (án þess að klippa motturnar í sundur).
Fjórir punktar $P , Q , R , S$ liggja á beinni línu í planinu með eins kílómetra millibili (sjá mynd). Fara þarf á milli punktanna $P$ og $S$ þannig að fjarlægðin til $Q$ og $R$ verði aldrei minni en 1 kílómetri. Hve langa leið þarf að fara hið minnsta (í kílómetrum)?