Tveir hringir í sléttu hafa sama geisla og miðpunktur hvors hrings
liggur á hinum hringnum. Ef geislinn er jafn 1, þá er flatarmál svæðisins
sem er innan í báðum hringunum jafnt:
Ef talan $p$ er valin úr menginu $\{ 1 , 3 , 5 \}$ og $q$ er valin úr menginu
$\{ 2 , 4 , 6 , 8 \}$, þá er fjöldi möguleika á því að velja $p$ og $q$ þannig að
$p+q\lt 11$ jafn
Algebrulegu stærðunum $2x+1$, $2x-3$, $x+2$, $x+5$ og $x-3$ má raða
upp þannig að summa þriggja fyrstu er $4x+3$ og summa þriggju síðustu er
$4x+4$. Stærðin í miðjunni er þá
Ellefu jafnmunarunur eru myndaðar með mun 13 og byrjunartölu 1991, 1992,
1993, $\dots$, 2001. Runurnar eru endalausar. Fjöldi runanna sem innihalda
ferningstölu er
Myndin sýnir tvo ferninga, annan með hring innritaðan og hinn innritaðan í sama hring. Ef mismunurinn á flatarmálum ferninganna er $32$, þá er geisli hringsins
Skál er fyllt með blöndu vatns og ediks í hlutföllum $2:1$. Önnur skál,
sem tekur tvöfalt meira en sú fyrsta, er fyllt með blöndu vatns og ediks
í hlutföllum $3:1$. Ef innihaldi skálanna tveggja er nú hellt í þriðja
ílátið, þá er hlutfallið á milli vatns og ediks
Gefnar eru fjórar heiltölur. Þegar þrjár þeirra eru lagðar saman fást útkomurnar $180, 197, 208, 222$. Hvert er gildi stærstu tölunnar af upphaflegu tölunum fjórum?