Tveir hornréttir miðstrengir eru dregnir í hring með geislann $2$ og síðan allir mögulegir strengir samsíða þeim í fjarlægðinni $1$, eins og sýnt er á myndinni. Samlögð lengd þessara sex strengja er
Á þremur skerjum sitja $15$ svartbakar og $14$ hettumávar. Á hverju skeri eru að minnsta kosti $4$ svartbakar og $2$ hettumávar. Einnig eru annað hvort fleiri svartbakar en hettumávar á hverju skeri, eða þá að svartbakarnir og hettumávarnir eru jafn margir. Hver er mesti mögulegi fjöldi fugla á skeri?
Margfeldið
$$\left(1-\frac{1}{2^2}\right)\left(1-\frac{1}{3^2}\right)
\left(1-\frac{1}{4^2}\right)\cdots
\left(1-\frac{1}{199^2}\right)\left(1-\frac{1}{200^2}\right)$$
er jafnt og
Skurðgrafa er einn klukkutíma að grafa holu sem er $3$ metrar að lengd, $3$ metrar að breidd og $3$ metrar að dýpt. Hve lengi eru tvær samskonar gröfur sem vinna á sama hraða að grafa holu sem er $6$ metra löng, $6$ metra breið og $6$ metrar djúp?
Jörmunrekur hefur keyrt $80.000$ km án þess að kaupa ný dekk. Hve marga kílómetra hefur hvert dekkjanna fimm verið notað ef varadekkið hefur verið notað til jafns við hin dekkin?