Skip to Content

Fyrir sérhvert almennt brot $\frac{m}n$ og sérhverja heila tölu $p \neq 0$ eru brotin $\frac{m}n$ og $\frac{m p}{n p}$ jöfn vegna þess að $m (n p) = m n p = n (m p)$.

Þegar teljari og nefnari brotsins $\frac{m}n$ eru margfaldaðir með $p$, þ.e. þegar það er ritað á forminu \[ \frac{m}n = \frac{m p}{n p}, \] þá er sagt að brotið $\frac{m}n$ hafi verið lengt með $p$.

Þegar hins vegar þátturinn $p$ er fjarlægður úr teljara og nefnara brotsins $\frac{m p}{n p}$, þ.e. þegar það er ritað á forminu \[ \frac{m p}{n p} = \frac{m}n, \] þá er sagt að brotið $\frac{m p}{n p}$ hafi verið stytt með $p$.

Dæmi:  

  • Að lengja brotið $\frac27$ með $10$ felst í því að margfalda teljara og nefnara þess með $10$ á eftirfarandi hátt: \[ \frac27 = \frac{2 \cdot 10}{7 \cdot 10} = \frac{20}{70}. \]
  • Að stytta brotið $\frac{15}{35}$ með $5$ felst í því að fjarlægja þáttinn $5$ úr teljara og nefnara þess á eftirfarandi hátt: \[ \frac{15}{35} = \frac{3 \cdot 5}{7 \cdot 5} = \frac37. \]